Flestir landsmenn eru löghlýðnir og reyna eftir besta megni að fara eftir reglum samkomubanns heilbrigðisyfirvalda. Vandræði sköpuðust í Spönginni í gær og þá þurftu viðskiptavinir að fara í hraðbanka Arion banka.
Röðin var óvenju löng því fólkið gætti þess að hafa gott bil á milli. Í gær höfðu liðlega 800 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi en 82 af þeim hafði batnað. Sautján sjúklingar voru á Landspítalanum til aðhlynningar vegna kórónusmits, þar af voru þrír í öndunarvél á gjörgæslu.
Nú eru tekin eins mörg sýni til greiningar og þurfa þykir þar sem nóg er til af sýnatökupinnum. Íslensk erfðagreining hefur í dag á ný sýnatöku til að kanna samfélagsmit. Kórónuveiran 2-6, 10-11, 12-14