Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá ríkissaksóknara, sagði sig í morgun úr stjórn SÁÁ eftir sjö ára setu þar. „Ég gerði framkvæmdastjórn og formanninum grein fyrir því,“ segir hann við mbl.is en vill ekkert tjá sig frekar um málið.
„Ég tók þessa ákvörðun upp á eigin spýtur á mínum forsendum.“
Spurður hvort hann viti til þess að fleiri stjórnarmenn ætli að segja sig úr stjórninni segist hann ekkert vita um það.
Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist láta af störfum. Átta manns hefur jafnframt verið sagt upp á Vogi.