Röskva vann stúdentaráðskosningar

Kosið var til stúdentaráðs í vikunni.
Kosið var til stúdentaráðs í vikunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Röskva — samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands — bar sigurorð af Vöku í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands. Röskva hlaut 13 sæti í stúdentaráði en Vaka fjögur. Þá fékk Röskva bæði sæti stúdenta í háskólaráði. Röskva heldur því meirihluta sínum en í kosningunum í fyrra hlaut hreyfingin 17 sæti af 27 sætum sem þá voru í boði.

Kosið var til stúdentaráðs og háskólaráðs á Uglunni, innri vef Háskóla Íslands, dagana 25.-26. mars. Kjörsókn var 28% í kosningum til stúdentaráðs og 25% í kosningum til háskólaráðs.

Eftirfarandi voru kjörin í stúdentaráð:

Félagsvísindasvið: 

   1. Arnaldur Starri Stefánsson, Röskvu
   2. Lenya Rún Taha Karim, Vöku
   3. Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, Röskvu
   4. Vífill Harðarsson, Röskvu
   5. Hólmfríður Böðvarsdóttir Howard, Vöku

Heilbrigðisvísindasvið

  1. Brynhildur K. Ásgeirsdóttir, Röskvu
  2. Salóme Sirapat Friðriksdóttir, Röskvu
  3. Ingi Pétursson, Vöku

Hugvísindasvið

  1. Katla Ársælsdóttir, Röskvu
  2. Ingibjörg Iða Auðunardóttir, Röskvu
  3. Erlingur Sigvaldason, Röskvu

Menntavísindasvið

  1. Magdalena Katrín Sveinsdóttir, Röskvu
  2. Gabríela Sól Magnúsdóttir, Röskvu
  3. Sóley Arna Friðriksdóttir, Vöku

Verkfræði- og nátturuvísindasvið   

  1. Herdís Hanna Yngvadóttir, Röskvu
  2. Ástráður Stefánsson, Röskvu
  3. Urður Einarsdóttir, Röskvu

Í háskólaráð voru kjörin:

  1. Isabel Alejandra Diaz, Röskvu
  2. Jessý Rún Jónsdóttir, Röskvu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert