Röskva — samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands — bar sigurorð af Vöku í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands. Röskva hlaut 13 sæti í stúdentaráði en Vaka fjögur. Þá fékk Röskva bæði sæti stúdenta í háskólaráði. Röskva heldur því meirihluta sínum en í kosningunum í fyrra hlaut hreyfingin 17 sæti af 27 sætum sem þá voru í boði.
Kosið var til stúdentaráðs og háskólaráðs á Uglunni, innri vef Háskóla Íslands, dagana 25.-26. mars. Kjörsókn var 28% í kosningum til stúdentaráðs og 25% í kosningum til háskólaráðs.
Eftirfarandi voru kjörin í stúdentaráð:
Félagsvísindasvið:
1. Arnaldur Starri Stefánsson, Röskvu
2. Lenya Rún Taha Karim, Vöku
3. Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, Röskvu
4. Vífill Harðarsson, Röskvu
5. Hólmfríður Böðvarsdóttir Howard, Vöku
Heilbrigðisvísindasvið
Hugvísindasvið
Menntavísindasvið
Verkfræði- og nátturuvísindasvið
Í háskólaráð voru kjörin: