Yfirlæknir á Vogi hættir skyndilega

Valgerður tók við sem forstjóri Vogs árið 2017 en hefur …
Valgerður tók við sem forstjóri Vogs árið 2017 en hefur starfað þar í yfir 20 ár. mbl.is/Árni Sæberg

Val­gerður Á. Rún­ars­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á Vogi, til­kynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist láta af störf­um. Ástæðan er sögð vera djúp­stæður ágrein­ing­ur við formann sam­tak­anna, Arnþór Jóns­son.

Er mik­ill kurr í stjórn sam­tak­anna vegna þeirr­ar stöðu sem upp er kom­in og segja heim­ild­ar­menn Morg­un­blaðsins meiri­hluta stjórn­ar ósátt­an við hvernig mál hafi þró­ast að und­an­förnu.

Lengi hafi andað köldu milli for­manns­ins og yf­ir­lækn­is­ins en að átök um skipu­lags­breyt­ing­ar sem ákveðið hafi verið að ráðast í á stjórn­ar­fundi á miðviku­dag hafi reynst kornið sem fyllti mæl­inn.

Að sögn heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðsins hef­ur ágrein­ing­ur­inn átt sér ýms­ar birt­ing­ar­mynd­ir en náði há­marki í gær í kjöl­far þess að stjórn SÁÁ fundaði á miðviku­dag og ákvað að ráðast í um­tals­verðar breyt­ing­ar á rekstri Vogs, Eft­ir­meðferðar­stöðvar­inn­ar Vík­ur á Kjal­ar­nesi og göngu­deilda sem sam­tök­in reka, ekki síst vegna þeirra áskor­ana sem mæta sam­tök­un­um í kjöl­far þess að kór­ónu­veir­an setti allt úr skorðum, bæði í ís­lensku heil­brigðis­kerfi og efna­hags­líf­inu al­mennt.

Á stjórn­ar­fund­in­um ákvað meiri­hluti stjórn­ar að fela Val­gerði að leiða um­rædd­ar breyt­ing­ar. Mun það hafa verið gert í and­stöðu við vilja for­manns stjórn­ar. Segja heim­ild­ir Morg­un­blaðsins að Val­gerður hafi í kjöl­farið talið for­mann­inn hafa gripið harka­lega fram fyr­ir hend­ur sín­ar í þeim störf­um.

Nán­ar um þetta mál á mbl.is hér

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka