Á von á lengra samkomubanni

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri veitti upplýsingar í gær ásamt Ölmu …
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri veitti upplýsingar í gær ásamt Ölmu D. Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild. mbl.is/Lögreglan

Sóttvarnalæknir segir að heilbrigðisyfirvöld þurfi að halda aðgerðum sínum áfram til að draga úr smiti kórónuveirunnar. Alls óvíst sé hvort samkomubanni verði aflétt 13. apríl þegar það á að renna út.

„Ég bið landsmenn um að búa sig undir að samkomubannið muni standa lengur, en það mun skýrast betur á næstu dögum,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í gær.

Fjórar vikur voru í gær liðnar frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi og kvaðst Þórólfur ætla að við værum nú hálfnuð í langhlaupinu. Faraldurinn væri enn í vexti og hápunktinum ekki náð. „Við getum búist við að sjá aukningu á greindum tilfellum en vonandi mun það fylgja þeirri spá sem hefur verið gefin út.“ Gat sóttvarnalæknir þess þó að miðað við innlagnir á gjörgæslu væru Íslendingar að feta verstu spána í spálíkani íslensku vísindamannanna en bestu spána miðað við fjölda greindra.

Greindi sóttvarnalæknir frá því að 18 sjúklingar væru á Landspítalanum, þar af sex í öndunarvél á gjörgæslu. „Ég vil aftur minna á að þetta er langhlaup og við eigum langt í land,“ sagði Þórólfur en leyfði sér að fullyrða að faraldrinum gæti lokið í maí, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert