Helmingur fær fylgikvilla

Karl Kristinsson læknir starfar í Ósló.
Karl Kristinsson læknir starfar í Ósló.

„Fólk er mjög upp­tekið af dán­artíðninni, sem eðli­legt er, en minna hef­ur verið talað um annað; það er að helm­ing­ur þeirra sem fá ARDS eða brátt andnauðar­heil­kenni fær fylgi­kvilla eft­ir veik­ind­in og kem­ur til með að búa við skert lífs­gæði. Það er slá­andi,“ seg­ir Karl Krist­ins­son, svæf­inga- og gjör­gæslu­lækn­ir við Rík­is­spít­al­ann í Ósló, um fólk sem veikist al­var­lega af kór­ónu­veirunni.

„Það er eng­in leið að segja til um það,“ seg­ir Karl, spurður hvenær hann haldi að lífið verði aft­ur komið í eðli­legt horf eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. „Hér er búið að loka öllu fram í miðjan apríl en mér seg­ir svo hug­ur að sá tími verði mun lengri. Far­ald­ur­inn virðist vera í rén­un í Kína sem er góð vís­bend­ing fyr­ir okk­ur. En ef ég á að vera al­veg hrein­skil­inn á ég samt ekki von á því að lífið geti farið að ganga sinn vana­gang hér á Norður­lönd­un­um fyrr en í haust. Við þurf­um sum­arið til að ráða niður­lög­um þessa vá­gests.“

Rík­is­spít­al­inn er sér­hæfður spít­ali; þar er eng­in bráðamót­taka og sjúk­ling­ar koma fyr­ir vikið ekki inn af göt­unni, held­ur eru flutt­ir þangað í sér­hæfða meðferð frá öðrum spít­öl­um í land­inu. Má þar nefna stærri skurðaðgerðir og líf­færaígræðslu.

Eins og svo marg­ir spít­al­ar hef­ur Rík­is­spít­al­inn látið tíma­bundið af öll­um val­kvæðum aðgerðum, aðeins bráðaaðgerðir verða fram­kvæmd­ar á næst­unni. Það er gert til að skapa aukið rými fyr­ir sjúk­linga sem smitaðir eru af kór­ónu­veirunni og þurfa á inn­lögn að halda.
Fyrstu kór­ónu­veiru­sjúk­ling­arn­ir lögðust inn á spít­al­ann um síðustu helgi og þegar sam­talið fór fram voru þeir fjór­ir tals­ins. Karl geng­ur út frá því að þeim muni fjölga hratt.

„Gjör­gæslupláss hérna eru alla jafna á bil­inu þrjá­tíu til fjöru­tíu en við höf­um bætt tals­verðu við og reikn­um með að taka við öðrum eins fjölda til viðbót­ar, að minnsta kosti.“

Að sögn Karls eru aðrir spít­al­ar í Ósló bún­ir að gera sam­bæri­leg­ar ráðstaf­an­ir. „Það er meira og minna búið að um­bylta öll­um spít­öl­um hér í landi,“ seg­ir hann.

Ekki er þó nóg að skapa rými, einnig þarf að manna gjör­gæslu­deild­irn­ar og í þau störf geng­ur ekki hver sem er. „Starfið á gjör­gæslu snýst um önd­un­ar­vél­ar og annað slíkt og fólk þarf að búa að ákveðinni sérþekk­ingu, gjör­gæslu­hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru lyk­il­starfs­fólk í þess­ari meðferð. Ég vona að áætlan­ir manna í þess­um efn­um séu raun­hæf­ar.“

Nán­ar er rætt við Karl í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert