Bætt verði við níu milljörðum

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/​Hari

Full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar í fjár­laga­nefnd leggja til að verk­efn­um upp á níu millj­arða verði bætt við fjár­fest­ingapakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Í sam­eig­in­leg­um breyt­ing­ar­til­lög­um þeirra er lagt til að ráðist verði í mannafls­frek­ar fram­kvæmd­ir þegar á þessu ári. Vega­gerðinni verði falið að meta hvaða verk­efni upp á fimm millj­arða geti bæst við en í breyt­ing­ar­til­lögu þeirra er sér­stak­lega nefnd flýt­ing fram­kvæmda við Reykja­nes­braut, Suður­lands­veg og Vest­ur­lands­veg, sé þess kost­ur.

Þá er lagt til að þrem­ur millj­örðum verði ráðstafað í viðhald og tengi­vegi vega­kerf­is­ins og Vega­gerðinni falið að meta brýn­ustu verk­efn­um í hverj­um lands­hluta. Millj­arði verði varið í flýt­ingu fram­kvæmda vegna skipu­lags­mála á höfuðborg­ar­svæðinu og í göngu- og hjóla­stíga.

Að til­lög­unni standa Þor­steinn Víg­lunds­son, Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, Birg­ir Þór­ar­ins­son og  Björn Leví Gunn­ars­son.

Þor­steinn seg­ir að þing­mönn­um minni­hlut­ans þyki 15 millj­arða króna viðbótar­fjárfest­ing of lít­il. Til­lög­urn­ar séu í sjálfu sér ágæt­ar en gangi of skammt. Þörf­in sé frek­ar 30-40 millj­arða viðbót. Það hafi valdið von­brigðum að til­lög­um minni­hlut­ans um raun­hæf fjár­fest­ing­ar­verk­efni á þessu ári hafi verið synjað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert