Bangsar komnir út í glugga á mörgum heimilum

Bangsar úti í glugga.
Bangsar úti í glugga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kjölfar samkomubannsins hafa margar fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu tekið upp þann sið að setja bangsa eða önnur tuskudýr út í glugga á heimilum sínum.

Mörg börn sem ekki eru að sækja leikskóla eða grunnskóla vegna veirufaraldursins stytta sér stundir og fara í göngutúr með foreldrum og telja bangsana sem þau sjá í hverri göngu.

Átakið byrjaði með því að Ninna Karla Katrínardóttir hvatti fólk í hverfishóp Laugarneshverfis á Facebook til að setja bangsa út í glugga. Fékk hugmyndin góðar viðtökur og hefur átakið teygt anga sína langt út fyrir hverfið. Nanna fékk hugmyndina úr mömmuhópi á Facebook en upphaflega kemur hugmyndin erlendis frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka