Fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd

Engum vísað brott vegna ferðatakmarkana.
Engum vísað brott vegna ferðatakmarkana. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Alls bárust 176 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar fyrstu tvo mánuði ársins, 88 umsóknir í hvorum mánuði um sig. Af þeim voru 68 frá Venesúela, 15 frá Afganistan og 11 frá Írak. Sömu mánuði 2019 bárust alls 146 umsóknir um alþjóðlega vernd.

Rúmlega 50 umsóknir um alþjóðlega vernd hér bárust á fyrstu þremur vikum marsmánaðar, að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Tvær umsóknir höfðu borist í gær frá því að ferðatakmarkanirnar tóku gildi 20. mars.

Ferðabannið hefur áhrif

Danir og fleiri þjóðir hafa tilkynnt að flutningi hælisleitenda til annarra landa á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hafi verið hætt tímabundið til að draga úr hættu á því að dreifa kórónuveirusmiti.

Þórhildur segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að íslensk stjórnvöld hefðu ekki gefið sambærilega yfirlýsingu en í ljósi ferðatakmarkana væri ekki verið að senda fólk á milli landa að svo stöddu. Framkvæmdin hér er því í raun hliðstæð við það sem gildir hjá nágrannaþjóðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert