Greiða atkvæði um „aðgerðapakkann“

Steíngrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steíngrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/​Hari

Atkvæðagreiðsla um frumvarp ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum fer líklega fram á sjötta tímanum að sögn Steíngríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við upphaf þingfundar í morgun að aðgerðapakkinn komi ágætlega út miðað við önnur lönd en eflaust þurfi þó að grípa til frekari aðgerða.

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa sagt að betra sé að gera meira en minna í þessum málum.

Þá sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is í morg­un eft­ir fund þing­flokks­formanna með þing­for­seta að gera megi at­huga­semd við að aðgerðir í frum­varp­inu nái frek­ar til hefðbund­inna karlastarfa en kvenn­astarfa. 

Stjórn­ar­andstaðan á þingi hef­ur lagt fram sam­eig­in­leg­ar til­lög­ur um 30 millj­arða fram­kvæmd­ir á þessu ári til viðbót­ar við þeim til­lög­um upp á 20 millj­arða sem rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ýkjur að kalla aðgerðir stjórnvalda stærstu efnahagsaðgerðir Íslandssögunnar. Hann sagði enn fremur að meira hefði þurft að gera fyrir fólk, ekki mætti einblína á fyrirtæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert