„Þurfum að hugsa um fleira en fyrirtæki“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyr­ir nokkr­um dög­um kynnti rík­is­stjórn­in nokkuð sem hún kallaði stærstu efna­hagsaðgerðir Íslands­sög­unn­ar. Fyr­ir utan að vera ýkj­ur blikna þær í sam­an­b­urði við björg­un­ar­pakka ná­granna­ríkj­anna þrátt fyr­ir að vand­inn hér sé miklu meiri vegna gríðarlegs um­fangs ferðaþjón­ust­unn­ar.

Þetta sagði Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í morg­un.

Logi sagði Sam­fylk­ing­una auðvitað styðja all­ar aðgerðir sem miði að því að minnka at­vinnu­leysi og auka rekstr­ar­hæfi fyr­ir­tækja á meðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn geng­ur yfir.

„En við þurf­um að hugsa um fleira en fyr­ir­tæki, við þurf­um að fara í miklu rót­tæk­ari aðgerðir gagn­vart heim­il­um í land­inu, fólk­inu sjálfu. Barna­bóta­auk­inn var ágæt­is­leið en þó er ein­ung­is 1% af heild­ar­upp­hæð björg­un­ar­pakk­ans varið í hana og þar fyr­ir utan er eng­ar sér­stak­ar aðgerðir að finna til ein­stak­linga og fjöl­skyldna, eng­ar aðgerðir sem snúa til dæm­is að hús­næðis­ör­yggi eða heim­il­is­rekstri,“ sagði Logi.

„Hvenær eig­um við von á frek­ari aðgerðum í þágu fyr­ir­tækja og fólks líka og mun rík­is­stjórn­in leggja til hækk­un á barna­bót­um? Mun hún auka fram­lag til vaxta- og hús­næðis­bóta til að auka hús­næðis­ör­yggi fólks? Og að síðustu: Mun hæst­virt­ur ráðherra beita sér fyr­ir hækk­un grunn­atvinnu­leys­is­bóta?“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði að það hefði legið skýrt fyr­ir frá upp­hafi að aðgerðir stjórn­valda yrðu end­ur­metna mjög reglu­lega ein­mitt vegna þess að óviss­an er mik­il.

Stuðning­ur við barna­fólk á Íslandi

„Við kynnt­um okk­ar aðgerðir og þær skipt­ast í bein rík­is­út­gjöld, brú­ar­lán til at­vinnu­lífs og síðan færslu fjár­muna til fólks og fyr­ir­tækja. Ég vil ít­reka það að sú leið sem við get­um kallað hlutastarfa- eða hluta­bóta­leið er lík­lega sú mik­il­væg­asta fyr­ir fólkið í land­inu núna vegna þess sem er að ger­ast í tekju­falli hjá fyr­ir­tækj­um. Mik­il­væg­asta verk­efnið okk­ar er að tryggja það að fólk haldi af­komu sinni með því að halda vinn­unni, með því að halda ráðning­ar­sam­bandi við fyr­ir­tæki,“ sagði Katrín

„Við erum auðvitað í dag að fara að af­greiða þenn­an sér­stakra barna­bóta­auka sem ég tel að skipti veru­legu máli til að koma til móts við barna­fólk fyr­ir utan að nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur að sjálf­sögðu hækkað barna­bæt­ur veru­lega við af­greiðslu tvennra síðustu fjár­laga. Við höf­um sömu­leiðis gefið út yf­ir­lýs­ingu um að við vilj­um fara heild­stætt yfir stuðning við barna­fólk á Íslandi í sam­vinnu við aðila vinnu­markaðar­ins og var sú yf­ir­lýs­ing gef­in núna við und­ir­rit­un kjara­samn­inga BSRB við ríki og sveit­ar­fé­lög,“ sagði Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert