Hrun í tekjum þjóðgarðsins

Íslenskir ferðamenn á Hakinu um helgina en hundruð Íslendinga lögðu …
Íslenskir ferðamenn á Hakinu um helgina en hundruð Íslendinga lögðu þá leið sín í þjóðgarðinn. mbl.is/Björn Jóhann

Hundruð Íslendinga lögðu leið sína til Þingvalla um helgina og mátti sjá talsverðan fjölda fólks í Almannagjá, við Öxarárfoss eða á gönguskíðum um Þingvallahraun. Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir þetta hafa verið mjög gleðilegt en vill ítreka við fólk að virða samkomubann og tveggja metra fjarlægð.

Heimsóknir erlendra ferðamanna í þjóðgarðinn hafa hinsvegar hrunið í faraldrinum og segir Einar það áhyggjuefni því um leið hrynji sértekjur þjóðgarðsins.

Í fyrra voru þessar sértekjur um hálfur milljarður króna sem fara til rekstrar þjóðgarðsins og komu þær einkum með innheimtu gjalda fyrir bílastæði, sölu tjald- og veiðileyfa og af starfsemi í Silfru. „Hér hefur ekki sést erlendur ferðamaður í marga daga en bæði í fyrra og hittifyrra komu hingað um 1,3 milljónir gesta, erlendir ferðamenn að langstærstum hluta. Það segir sig sjálft að það er mikið högg fyrir starfsemina ef þessar tekjur hverfa í nokkra mánuði,“ segir Einar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert