Hundruð milljarða eru í húfi

Gullfoss- og Geysisrúnturinn.
Gullfoss- og Geysisrúnturinn. mbl.is/Árni Sæberg

Kórónuveirufaraldurinn gæti kostað ferðaþjónustuna á þriðja hundrað milljarða í ár. Vegna mikilllar óvissu er þó erfitt að spá um þetta ár. Þetta kemur fram í áætlun Íslandsbanka og Samtaka ferðaþjónustunnar sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Miðað var við tímabilið frá miðjum mars og út ágúst og að tekjur af erlendum ferðamönnum yrðu nær engar á tímabilinu vegna veirunnar.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, áætlar aðspurður að tekjutapið geti numið um 260 milljörðum frá miðjum mars og út ágúst. Horfir hann þá til tekna greinarinnar sömu mánuði í fyrra.

Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar, segir aðspurð að áðurnefnd tala, um 260 milljarðar, sé ekki fjarri lagi. Það megi áætla að neysla erlendra ferðamanna frá miðjum mars til ágústloka hafi verið um 208 milljarðar, eða um 17% af samanlögðum gjaldeyristekjum þjóðarinnar.

Skarphéðinn Steinarsson ferðamálastjóri segir greinina horfa fram á algjört tekjuhrun. Önnur lönd leggi nú mikla áherslu á ferðalög innanlands í sumar. Ísland sé hins vegar í þeirri stöðu að hafa fleiri erlenda ferðamenn á hvern íbúa en flestar þjóðir. Hlutur innanlandsmarkaðar af ferðaþjónustunni á hinum Norðurlöndunum sé um 50% en innan við tíundi hluti á Íslandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka