ÍE ætlar að hefja skimanir um allt land á næstu dögum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mynd/mbl.is

„Hug­mynd­in er sú að skima um allt land. Ætli við byrj­um ekki í Vest­manna­eyj­um og á Aust­ur­landi og svo á Norður­landi. Við ætl­um að senda pinna út á land til þeirra sem segj­ast geta tekið sýni, ætli það verði ekki á morg­un eða hinn,“ seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, í sam­tali við mbl.is.

Skimun Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar fyr­ir kór­ónu­veirunni í Turn­in­um í Kópa­vogi stöðvaðist tíma­bundið þegar sýna­tökup­inn­ar voru farn­ir að vera af skorn­um skammti hér á landi en eft­ir að fleiri pinn­ar fund­ust á Land­spít­al­an­um og í ljós kom að pinn­ar frá Öss­uri reynd­ust not­hæf­ir hófst skimun­in á nýj­an leik af full­um krafti.

Ekki er þó hægt að bóka tíma í skimun þar sem nú er verið að taka sýni úr fólki sem átti bókaðan tíma en komst ekki vegna skorts á pinn­um. „Það verður hægt að opna fyr­ir bók­an­ir aft­ur mjög fljót­lega, þetta geng­ur eins og í sögu,“ tek­ur Kári fram og seg­ir að fjöldi sem grein­ist með COVID-19 sjúk­dóm­inn sé á bil­inu 0,5 til 1% þeirra sem koma í sýna­töku.

Nú skipt­ir máli að skoða hvað veld­ur al­var­leg­um veik­ind­um

Raðgrein­ing á sýn­um hélt þó áfram á meðan ekki var hægt að taka ný sýni og hafa þær sýnt fram á að minnsta kosti 40 stökk­breyt­ing­ar á veirunni. Þá hef­ur að minnsta kosti einn ein­stak­ling­ur greinst með tvö af­brigði af henni.

„Það sem skipt­ir máli núna er ekki bara að sjá all­an þenn­an fjöl­breyti­leika í veirunni held­ur að byrja að skoða hvort það eru ein­hver tengsl á milli breyti­leika í erfðamengi veirunn­ar og þess hvernig fólk fer út úr sjúk­dómn­um,“ seg­ir Kári og út­skýr­ir nán­ar:

„Sum­ir fá milt kvef en aðrir enda í önd­un­ar­vél. Spurn­ing er hvað það er sem ger­ir það að verk­um að menn fara svona mis­jafn­lega út úr veirunni. Einn mögu­leiki er að það eigi ræt­ur að rekja í mis­mun­andi raðir í erfðamengi veirunn­ar og það búi til mis­mun­andi svar fólks sem sýk­ist. Hinn mögu­leik­inn er sá að það sé breyti­leiki í erfðamengi fólks­ins eða ein­hver sam­blanda af þessu tvennu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert