„Við vorum tilbúin“

Grunn­skól­ar í Kópa­vogi voru vel und­ir­bún­ir þegar lands­lagið í skóla­starf­inu breytt­ist í einu vett­vangi vegna kór­ónu­veirunn­ar þar sem all­ir nem­end­ur í 5.-10. bekk eru með eig­in spjald­tölv­ur sem þeir hafa fengið af­henta frá bæj­ar­yf­ir­völd­um. Því var auðveld­ara en ella að fara úr staðbund­inni kennslu í blandaða kennslu og fjar­kennslu með litl­um fyr­ir­vara.

Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnastjóri í upplýsingatækni í skólastarfi hjá Kópavogsbæ.
Bergþóra Þór­halls­dótt­ir verk­efna­stjóri í upp­lýs­inga­tækni í skóla­starfi hjá Kópa­vogs­bæ.

Bergþóra Þór­halls­dótt­ir verk­efna­stjóri í upp­lýs­inga­tækni í skóla­starfi hjá Kópa­vogs­bæ, seg­ir að í Kópa­vogi mæti nem­end­ur í 1.- 5. bekk yf­ir­leitt í skól­ann að hluta til þessa dag­ana en eldri nem­end­ur mæta lítið sem ekk­ert í staðbundið nám. Útfærsl­an er mis­mun­andi eft­ir skól­um og eins hversu mikið yngstu nem­end­urn­ir mæta. Þau eldri eru mest í fjar­námi en sum­ir skól­ar eru með mæt­ingu einu sinni í viku eða oft­ar. Þegar breyt­ing­arn­ar voru gerðar á skóla­starf­inu vegna COVID-19 voru starfs­menn grunn­skól­anna sem eru í Efl­ingu í verk­falli þannig að kennsla hafði legið niðri í um helm­ing skól­anna í ein­hvern tíma. 

„Við vor­um til­bú­in und­ir þetta þar sem inn­leiðing tækn­inn­ar hef­ur verið í gangi í fimm ár eða frá ár­inu 2015 eft­ir að ákvörðun var tek­in um að spjald­tölvu­væða skól­ana hjá Kópa­vogs­bæ. Öll ör­yggis­atriði, inn­leiðing og um leið grunn­ur að fjar­námi voru til­bú­in og all­ir kenn­ar­ar með spjald­tölvu til af­nota. Þeir hafa fengið nám­skeið og kennsluráðgjöf á þessu sviði í þessi fimm ár,“ seg­ir Bergþóra. Hún seg­ir að kenn­ar­arn­ir hafi lang­flest­ir verið til­bún­ir til þess að stíga þetta skref enda vissu þeir að hverju þeir gengu. „Kennsluráðgjaf­arn­ir hafa brugðist vel við og hafa sett  upp áætl­un um fjar­nám sem byggt er ofan á þann grunn sem þegar var búið að leggja,“ seg­ir Bergþóra. 

„Við unn­um gátlista sem við hugsuðum sem leiðbein­ing­ar fyr­ir skóla­starfið og til stuðnings. Gátlist­arn­ir eru byggðir upp stig af stigi fyr­ir inn­leiðingu fjar­náms og voru send­ir út jafnt og þétt,“ seg­ir hún en í þeim er að finna ráð til kenn­ara og skóla­stjórn­enda um hvað er gott að hafa í huga við þetta kennslu­form.

Síðan hafa skól­ar og kenn­ar­ar einnig farið sín­ar eig­in leiðir. Ýmis for­rit hafa verið inn­leidd á und­an­förn­um árum sem nýt­ast sem fjar­náms­um­hverfi s.s. Google Class­room, Showbie og Sees­aw. Eins eru mörg smá­for­rit (öpp) í notk­un sem bjóða upp á heima­nám í öðru formi en því hefðbundna sem for­eldr­ar þekkja frá sín­um grunn­skóla­ár­um.

Við ráðgjaf­arn­ir höld­um opna ráðgjafa­fundi fyr­ir kenn­ara með hjálp Google Meet þar sem kenn­ar­ar úr öll­um grunn­skól­um Kópa­vogs geta rætt sam­an, fengið ráð og gefið ráð varðandi kennsl­una. Þar funda til að mynda kenn­ar­ar úr ólík­um skól­um af sömu skóla­stig­um og kenn­ar­ar sem kenna sömu náms­grein­ar. Við nýt­um okk­ur það að deila skjöl­um og eins er hald­in sam­eig­in­leg fund­ar­gerð þar sem all­ir geta lagt til mál­anna varðandi fyr­ir­liggj­andi fund­ar­efni.

Fyrst og fremst virk­ar þetta allt af því að búið var að leggja grunn­inn. Það hafa ekki komið upp nein­ir stór­ir erfiðleik­ar og lítið meira reynt á ráðgjafatteymið þar sem all­ir kunnu þá þegar á tækni­lega grunn­inn sem búið var að leggja upp með,“ seg­ir hún en Kópa­vogs­bær held­ur úti sér­stök­um vef: spjald­tolv­ur.kópa­vog­ur.is þar sem m.a. er að finna sér­stak­an fjar­náms­hnapp með gátlist­un­um og frek­ara efni fyr­ir kenn­ara og nem­end­ur sem all­ir geta nýtt sér.

„En það koma alltaf upp nýj­ar áskor­an­ir og það þarf að huga sér­stak­lega að líðan nem­enda sem nú eru heima við mis­jafn­ar aðstæður. Því þurfa áætlan­ir kenn­ara að taka mið af ólík­um aðstæðum nem­enda til náms heima. Við leggj­um áherslu á að for­eldr­ar og nem­end­ur missi ekki tengsl við skól­ann og skól­inn í heild er að sinna upp­lýs­inga­miðlun og vinn­ur í sam­ráði við heim­il­in eft­ir því hvar nem­end­ur eru stadd­ir,“ seg­ir Bergþóra.

mbl.is/​Thinkstockp­hotos

Google Meet fjar­funda­hug­búnaður­inn er líka notaður fyr­ir kennsl­una og ein­hverj­ir kenn­ar­ar eru að hitta bekk­ina sína dag­lega. Í sum­um skól­um er þetta alltaf á sama tíma dags og ætl­ast til þess að börn­in séu kom­in á fæt­ur, búin að klæða sig og taka sig til. Að sögn Bergþóru er þetta meðal ann­ars gert til þess að halda nem­end­um við efnið og að reyna að halda reglu þrátt fyr­ir breytt skólastarf. Hver skóli hef­ur sinn hátt­inn á í þessu.

Bergþóra seg­ist hlakka til þegar farið verður yfir hvernig skóla­starfið gekk á þess­um tíma. Að sjá hvernig þetta gekk upp og eitt af því sem hún seg­ir að hafa skipt miklu er að ekki var farið út í nein­ar nýj­ung­ar í upp­hafi held­ur not­ast við það náms­um­hverfi sem nem­end­urn­ir eru van­ir. Hvort sem það er Google Class­room, Sees­aw, Mentor eða hvað sem er. Kenn­ur­um var einnig ráðlagt að senda nem­end­ur heim með náms­bæk­ur. For­eldr­ar geta þá aðstoðað þau að vild án þess að öll áhersl­an í fjar­nám­inu sé lögð á sjálf­ar náms­bæk­urn­ar. Hins veg­ar spegl­ast vel í þessu ástandi hversu skól­inn skipt­ir miklu máli fyr­ir jöfnuð til náms og nú er það okk­ar að finna leiðir í fjar­námi til að styðja áfram við jafnt aðgengi til náms óháð staðsetn­ingu. Þar stend­ur Kópa­vog­ur mjög vel að vígi.

Tækn­in get­ur veitt for­eldr­um bjarg­ir til að aðstoða barn sitt við nám og sem dæmi auðveldað aðgengi að hjálp við heima­nám á ólík­um tungu­mál­um. Það er vel hægt ef rétt er búið um hnút­ana. Mögu­leik­ar á aukn­um sveigj­an­leika til náms kem­ur einnig upp á yf­ir­borðið í svona aðstæðum.

„Við í Kópa­vogi get­um haldið áætl­un að ein­hverju leyti en þurf­um þó að hugsa námið með breytt­um hætti og lær­um von­andi hell­ing af þess­um breyttu aðstæðum sem uppi eru” seg­ir Bergþóra “Við von­umst til þess að skóla­sam­fé­lagið líti já­kvætt á þetta óvænta átaks­verk­efni og gefi okk­ur byr und­ir báða vængi  til að halda áfram í þróun kennslu­átta hér í Kópa­vogi sem eru nær því breytta sam­fé­lagi sem tækniþró­un­in hef­ur sett mark sitt á.“

Kenn­ar­ar í Kópa­vogi voru vel und­ir þetta bún­ir, eða eins og einn skóla­stjórn­and­inn orðaði það: Nú var kenn­ur­um hent út í djúpu laug­ina og þá kom í ljós að þeir þurftu hvorki kút né kork,“ seg­ir Bergþóra og seg­ir þetta lýs­andi fyr­ir það hvað kenn­ar­ar voru til­bún­ir að hjálp­ast að við að láta þetta ganga. Þeir hafa marg­ir hverj­ir verið að hitt­ast einu sinni í mánuði á svo­kölluðum Mennta­búðum #Kóp­mennt til að læra hver af öðrum. „Nú hef­ur tekið við tíma­bil þar sem ra­f­ræn sam­skipti og fjar­fund­ir eru nýtt­ir meðal kenn­ara og skóla­stjórn­enda til að miðla og læra enn meira sam­an,” seg­ir Bergþóra.

Lögð er áhersla á það við kenn­ara að þeir hafi í huga að nem­andinn finni að kenn­ar­inn er til staðar fyr­ir hann. Að kenn­ar­ar séu í sam­bandi og fylg­ist með að nem­end­ur sýni virkni í ra­f­ræna náms­um­hverf­inu. „Það er ekki nóg að nem­end­ur skili inn verk­efn­um held­ur þurfa kenn­ar­ar að sýna svör­un,“ seg­ir Bergþóra og bæt­ir við að viðbúið sé að fjar­kennsla henti ekki öll­um nem­end­um og við erum að skoða vel hvernig hægt er að aðstoða kenn­ara við sam­skipt­in og gæta þess um leið að aðstæður geta verið alls kon­ar. „Við þurf­um líka að bregðast við ef ekki næst í heim­ili rétt eins og áður.“

mbl.is/​Hari

„Það er viðbúið að fjar­kennsla henti ekki öll­um nem­end­um. En það er líka viðbúið að slíkt fyr­ir­komu­lag henti ein­hverj­um nem­end­um sem eru að ströggla í hinu staðbundna fyr­ir­komu­lagi. Þessi staða vek­ur með öðrum orðum skóla­sam­fé­lagið til um­hugs­an­ir um að gefa þess­um mögu­leika við nám meiri gaum og að við átt­um okk­ur á að ra­f­ræn­ar lausn­ir eru raun­veru­leg­ar. Við hér í Kópa­vogi vilj­um vinna út frá því. Það hjálp­ar gríðarlega að nem­end­ur og kenn­ar­ar hafi aðgang að búnaði sem hann get­ur aðlagað að sín­um per­sónu­leg­um þörf­um í námi og áhuga­mál­um. Aðbúnaður­inn hér gef­ur okk­ur for­skot sem til að tak­ast á við verk­efnið sem blas­ir við okk­ur núna og ekki síst með það í huga að það nýt­ist okk­ur til framtíðar,” seg­ir Bergþóra að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert