Andlát: Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson

Sveinn Björns­son, sendi­herra og fyrr­ver­andi for­seta­rit­ari, lést hinn 23. mars síðastliðinn á Sól­túni í Reykja­vík, 77 ára að aldri. Sveinn fædd­ist í Washingt­on 12. des­em­ber 1942. For­eldr­ar hans voru Henrik Sv. Björns­son sendi­herra og Gróa Torf­hild­ur (Gígja) Björns­son fiðluleik­ari. Syst­ur hans hans eru Helga Björns­son fata­hönnuður og Guðný Hrafn­hild­ur (Níní) Björns­son.

Sveinn ólst upp í Reykja­vík og lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík. Hann var með cand. phil-gráðu í heim­speki úr Há­skóla Íslands og lærði stjórn­mála­fræði í Manchester og við Sor­bonne-há­skól­ann í Par­ís. Árið 1968 varð hann sendi­ráðsfull­trúi við sendi­ráð Íslands í Par­ís, ár síðar full­trúi í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og síðan sendi­ráðsfull­trúi við sendi­ráð Íslands í Stokk­hólmi 1970, þar sem hann varð sendi­ráðsrit­ari 1971.

Árið 1974 varð Sveinn sendi­ráðsrit­ari við sendi­ráð Íslands í Bonn í Þýskalandi og jafn­framt varaf­asta­full­trúi hjá Evr­ópuráðinu. Árið 1978 varð hann sendi­ráðunaut­ur í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu á Íslandi en árið 1983 varð hann sendi­full­trúi við sendi­ráð Íslands í London.

Árið 1987 varð Sveinn sendi­herra og prótó­kolls­stjóri hjá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og árið 1990 varð hann skrif­stofu­stjóri og alþjóðaskrif­stofu­stjóri í ráðuneyt­inu. Sveinn varð for­seta­rit­ari árið 1991 og var síðan sendi­herra Íslands hjá Evr­ópuráðinu í Strass­borg árið 1997. Árið 2001 varð Sveinn prótó­kolls­stjóri í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Árið 2004 varð hann sendi­herra Íslands í Vín­ar­borg.

Sveinn flutti til Íslands í lok árs 2009, en fékk heila­blóðfall árið 2010 og bjó á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­túni í Reykja­vík eft­ir það. Útför Sveins fór fram í kyrrþey í ljósi sér­stakra aðstæðna í sam­fé­lag­inu en minn­ing­ar­stund verður til­kynnt síðar. Börn Sveins með fyrri eig­in­konu hans, Sigrúnu Dungal, eru Anna Mar­grét Björns­son blaðamaður og Henrik Bald­vin Björns­son tón­list­armaður. Sveinn og Sigrún gengu í hjóna­band árið 1970. Hún lést árið 2017.

Sveinn kvænt­ist 1997 Sig­ríði Hrafn­hildi Jóns­dótt­ur sem lést 2014. Börn henn­ar eru Signý Vala og Unn­ur Edda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert