Apple og Google yfirfara smitrakningarappið

Frá upplýsingafundur almannavarna 1. apríl.
Frá upplýsingafundur almannavarna 1. apríl. Ljósmynd/Lögreglan

Rakn­ing­arapp al­manna­varna, Rakn­ing C-19, er til­búið en er nú til skoðunar hjá Google og Apple áður en það verður aðgengi­legt í App Store og Google Play í snjallsím­um lands­manna.

Þetta sagði Alma D. Möller land­lækn­ir á upp­lýs­inga­fundi vegna kór­ónu­veirunn­ar í dag.

„Al­veg eins og við vilj­um vanda okk­ur vilja Apple og Google gera það líka og eru að rýna til­gang þess og ör­yggi, svo þetta tek­ur ein­hvern tíma en við erum að nýta all­ar leiðir til að flýta þessu sem mest,“ sagði Alma og að til­kynn­ing yrði send út um leið og for­ritið verður aðgengi­legt.

Von­ast hún til þess að það verði strax á morg­un, en von­ir stóðu til þess að það yrði í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert