Apple og Google yfirfara smitrakningarappið

Frá upplýsingafundur almannavarna 1. apríl.
Frá upplýsingafundur almannavarna 1. apríl. Ljósmynd/Lögreglan

Rakningarapp almannavarna, Rakning C-19, er tilbúið en er nú til skoðunar hjá Google og Apple áður en það verður aðgengilegt í App Store og Google Play í snjallsímum landsmanna.

Þetta sagði Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag.

„Al­veg eins og við viljum vanda okkur vilja Apple og Google gera það líka og eru að rýna til­gang þess og öryggi, svo þetta tekur ein­hvern tíma en við erum að nýta allar leiðir til að flýta þessu sem mest,“ sagði Alma og að til­kynn­ing yrði send út um leið og for­ritið verður aðgengi­legt.

Vonast hún til þess að það verði strax á morgun, en vonir stóðu til þess að það yrði í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert