Hraglandi og kuldi

Á gangi í kulda í Grjótaþorpinu.
Á gangi í kulda í Grjótaþorpinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kalt verður í veðri næstu daga og fram eftir morgni í dag, miðvikudag, verður hraglandi af norðri víða um landið norðan- og austanvert. Á láglendi verður vægt frost en kaldara inn til landsins. Nokkurn snjó gæti sett niður og færð á hæstu fjallvegum spillst.

„Þetta skot stendur ekki lengi og snjóinn tekur fljótt upp aftur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í Morgunblaðinu í dag.

„Páskanir eru oft þessa fyrstu daga í apríl, en fáeinum dögum síðar nú. Við getum því nefnt þetta páskahret,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið. Skírdagur er á fimmtudag í næstu viku og veðrátta nyrðra helst brokkgeng fram á páskahelgina. Veður verður þó skárra sunnanlands en nyrðra.

„Upp úr páskum gera langtímahorfur ráð fyrir að veður fari hlýnandi. Lágum loftþrýstingi á Grænlandshafi fylgir væntanlega sunnanátt sem opnar fyrir hlýja strauma sunnan úr Atlantshafi og og því ætti að fylgja betri tíð. Allt er þetta byggt á spáreikningum og þegar þeir gilda nokkra daga fram í tímann eru þeir spá og ekki annað,“ segir Einar. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka