„Málið er ekki nýtt af nálinni“

Dómsmálaráðherra segir það fjarri að frumvarpið sé til komið vegna …
Dómsmálaráðherra segir það fjarri að frumvarpið sé til komið vegna ástandsins í samfélaginu í dag. mbl.is/​Hari

Und­an­farna daga hef­ur farið fram mik­il umræða um frum­varp mitt til breyt­inga á net­versl­un með áfengi. Málið er ekki nýtt af nál­inni þótt af umræðunni mætti ætla að svo væri. Málið var unnið í haust, til­búið í byrj­un árs og fór í sam­ráðsgátt stjórn­valda í fe­brú­ar.

Þetta skrif­ar Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra í löng­um pistli á Face­book þar sem hún fer yfir aðal­atriði frum­varps henn­ar um áfeng­is­versl­un á net­inu og sögu einka­rétt­ar Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins á inn­flutn­ingi áfeng­is, auk þess sem hún svar­ar nokkr­um al­geng­um spurn­ing­um um frum­varpið.

Því fer fjarri að það sé til­komið vegna þess al­var­lega ástands sem nú hef­ur skap­ast í sam­fé­lag­inu. Þessa mis­skiln­ings kann að gæta því fjöl­miðlar hafa að und­an­förnu fjallað málið og eft­ir að bent hafði verið á ólög­lega sölu áfeng­is á Twitter sagið ég á sama vett­vangi að það væri kom­inn tími til að hafa þetta lög­legt. Í kjöl­farið vöktu veit­inga­menn, inn­lend­ir aðilar og brugg­hús sér­stak­lega máls á því að frum­varpið gæti hjálpað til þess að jafna stöðu inn­lendra fram­leiðenda við er­lenda keppi­nauta þeirra, halda störf­um og rekstri gang­andi og til að skýr­ar regl­ur giltu um viðskipti sem talið er að eigi sér stað nú þegar ólög­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka