Skyrið seldist upp í mörgum búðum

Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvaran í Japan hefur …
Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvaran í Japan hefur Ísey skyr fengið góða uppstillingu og staðsetningu í mörgum þessara verslana.

„Við höfum víðast hvar fengið góð viðbrögð frá neytendum þar sem Ísey skyr hefur verið sett í sölu. Það hefur fallið neytendum vel í geð. Það er sérstakt í Japan hvað dreifingin er gríðarlega umfangsmikil strax í upphafi.“

Þetta segir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, í Morgunblaðinu í dag um upphaf markaðssetningar á Ísey skyri í Japan. Það var boðið til sölu í um 50 þúsund verslunum á fyrsta degi og seldist upp í mörgum þeirra.

Skyrið var boðið fram í öllum helstu matvöruverslunum Japans, meðal annars í verslunum 7-11, Family Mart, Lawson, Aeon, Itokyokado og Seijo-Ishi. Telur Ari að þetta sé líklega ein víðtækasta dreifing sem um getur á íslenskri smásölu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka