Vonar að launaseðillinn sé aprílgabb

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Hjörtur

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum segist óska þess að launaseðillinn hennar í dag sé  1. aprílgabb.

Í opinni færslu á Facebook greinir Sóley Halldórsdóttir frá því að launin hennar hafi lækkað um 41 þúsund krónur þar sem vaktaálagsauki hafi verið tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót.

Hún segist hún vera nýkomin heim til sín úr frábæru og gefandi starfi sínu á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. „Vaktin var sérlega strembin í dag, ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni (eitthvað sem allir sem vinna þar gera við þessar aðstæður),“ skrifar hún.

Sóley bætir við að hjúkrunarfræðingar séu samningslausir og endurtekur að launin hafi lækkað um 41 þúsund krónur í dag, sem hljóti bara að vera fyrsta aprílgabb.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert