Stjórn Faxaflóahafna kom saman til fundar í gær og samþykkti aðgerðir í því skyni að koma til móts við viðskiptavini fyrirtækisins vegna heimsfaraldursins.
Leigutakar húseigna hjá Faxaflóahöfnum geta óskað eftir frestun á greiðslu leigu allt að þremur greiðslum sem eru á gjalddaga í mars, apríl og maí 2020. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestað er að uppfylltum skilyrðum verður 15. janúar 2021. Leigugreiðslur leigjenda Faxaflóahafna eru um 27,0 mkr. á mánuði.
Þá var samþykt að farþegagjöld hvala- og náttúruskoðunarfyrirtækja með skip og báta undir 200 brt. verði tímabundið lækkuð um 75% frá 1. apríl til 30. júní og um 50% frá 1. júlí 2020-31. des. 2020. Útlit er fyrir að farþegagjald vegna hafsækinnar ferðaþjónustu verði í ljósi aðstæðna óverulegt árið 2020,
Loks verður lóðarleiga frá og með 1. apríl til 31. desember lækkuð. Lækkun á lóðarleigu gæti numið um 20 milljónum í lægri lóðatekjum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.