„Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án“

Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi almannavarna í dag.
Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi almannavarna í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Alma Möller landlæknir lýsti áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga á blaðamannafundi almannavarna. Biðlaði hún til samninganefnda beggja vegna samningaborðsins að setjast að því.

„Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án,“ sagði Alma, en áður hafði hún bent á að ef eitthvað gott ætti að koma út úr þessum faraldri, þá væri það vonandi að fólk lærði að meta mikilvægi heilbrigðisstarfsmanna.

Faraldur kórónuveirunnar hér á landi hefur varpað kastljósinu á kjarasamninga hjúkrunarfræðinga, sem hafa verið lausir í um eitt ár. Fyrr í dag var ríkisstjórnin gagnrýnd á Alþingi fyrir að hafa ekki gengið frá nýjum samningum við stéttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka