Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna COVID-19.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar er fjölskyldum þeirra sem létust vottuð samúð.
Andlát af völdum kórónuveirunnar eru því orðin fjögur hérlendis. Fyrst lést ástralskur maður á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, líklega vegna kórónuveirusýkingar. Þá lést íslensk kona á sjötugsaldri á smitsjúkdómadeild Landspítalans í síðustu viku.
Fréttin hefur verið uppfærð.