Tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum

Starfsfólk Landspítalans vinnur dag og nótt við að bjarga mannslífum.
Starfsfólk Landspítalans vinnur dag og nótt við að bjarga mannslífum. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Landspítali.

Tóm­as Guðbjarts­son, hjarta- og lungna­sk­urðlækn­ir við Land­spít­al­ann, seg­ir hjúkr­un­ar­fræðinga tví­mæla­laust vera hetj­urn­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Á sama tíma séu þeir samn­ings­laus­ir og laun þeirra skert til að ná fram sparnaði á spít­al­an­um. Þetta kem­ur fram í færslu Tóm­as­ar á Face­book í kjöl­far skrifa hjúkr­un­ar­fræðings sem von­ar að launa­seðill­inn sé aprílgabb.

Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, sérnámslæknir í æðaskurðlækningum á Haukeland sjúkrahúsinu í …
Bergrós Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir, sér­náms­lækn­ir í æðask­urðlækn­ing­um á Hauke­land sjúkra­hús­inu í Ber­gen í Nor­egi og Tóm­as Guðbjarts­son, yf­ir­lækn­ir og pró­fess­or við lækna­deild Há­skóla Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend

Að sögn Tóm­as­ar eru hjúkr­un­ar­fræðing­ar í lang­mestri snert­ingu við sjúk­ling­ana. „Þá er ég ekki að gera lítið úr hlut­verki fé­laga minna; gjör­gæslu- og smit­sjúk­dóma­lækna eða lungna-, bráðamót­töku- og heim­il­is­lækna — sem all­ir skipa fram­varðasveit­ina. Síðan er fjöldi annarra stétta líka sem kem­ur við sögu. En aft­ur að hjúkr­un­ar­fræðing­un­um — hetj­un­um sem enn eru samn­ings­laus­ar eft­ir árs samn­ingaviðræður. Til að bæta gráu ofan á svart voru laun þeirra skert rétt áður en COVID-far­ald­ur­inn skall á — og það til að ná aukn­um sparnaði á LSH.

Þetta ger­ist á vakt VG sem reif­ir sögðust ætla að styðja sér­stak­lega við kvenna­stétt­ir í þess­ari rík­is­stjórn. Það er eitt­hvað mikið rangt við þetta allt sam­an — ekki síst núna — að þessi há­menntaða stétt — sem bók­staf­lega hætt­ir lífi sinu til að bjarga öðrum — skuli end­ur­tekið fá svona kald­ar tusk­ur í and­litið.

Er­lend­is er verið að borga sömu hjúkr­un­ar­fræðing­um ríf­lega bónusa — enda verður þessi far­ald­ur ekki unn­inn án þeirra. Koma svo — og ekki segja mér að ómögu­legt sé að semja vegna launa­skriðs á al­menn­um vinnu­markaði. Það er göm­ul lumma og þreytt. All­ir sjá núna — og hefðu bet­ur séð fyrr — hversu mik­il­vægt hlut­verk þeirra er. Sam­fé­lög fun­kera ekki án heil­brigðis­kerf­is og þar eru hjúkr­un­ar­fræðing­ar risa­stórt og ómiss­andi tann­hjól,“ skrif­ar Tóm­as á Face­book.

Á vef Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga kem­ur fram að enn ein­um ár­ang­urs­laus­um samn­inga­fundi Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga (Fíh) og samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins (SNR) hafi lokið hinn 24. mars. „Enn ber mikið í milli deiluaðila þegar kem­ur að launaliðnum og viss atriði úr kröfu­gerð Fíh sem standa út af borðinu. Rík­is­sátta­semj­ari sleit fundi deiluaðila án þess að boða til nýs fund­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert