Níðstöng reist gegn Alþingi

Níðstöngin við styttu Jóns Sigurðssonar.
Níðstöngin við styttu Jóns Sigurðssonar. Ljósmynd/Aðsend

Níðstöng að heiðnum sið var reist við styttu Jóns Sig­urðsson­ar á Aust­ur­velli og vísaði hún að Alþing­is­hús­inu. Á henni voru sviðahaus­ar og í skila­boðum sem henni fylgdu kom fram að Alþingi nídd­ist á kvenna­stétt­um og þeim sem minna mættu sín. Sömu­leiðis var þar lögð bölv­un á Alþingi.

„Ómiss­andi fólk fær lækkuð laun í verðlaun fyr­ir óeig­in­gjörn og erfið störf,“ sagði þar meðal ann­ars.

Hugs­an­lega er þarna verið að vísa til hjúkr­un­ar­fræðinga sem eiga í kjaraviðræðum um þess­ar mund­ir. Stutt er síðan hjúkr­un­ar­fræðing­ur á Land­spít­al­an­um birti face­book­færslu um að laun­in henn­ar hefðu lækkað um 41 þúsund krón­ur um síðustu mánaðamót þar sem vakta­álags­auki hefði verið tek­inn af.

Ragna Árna­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, hafði ekki heyrt af níðstöng­inni þegar mbl.is hafði sam­band við hana í morg­un og vildi hún því ekki tjá sig um hana að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert