Ráðið styður sóttvarnalækni heilshugar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sótt­varn­aráð styður sótt­varna­lækni í hans aðgerðum til að stöðva út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Þetta er niðurstaða fund­ar ráðsins sem var hald­inn í gær.

„Ráðið styður sótt­varna­lækni heils­hug­ar og það voru eng­ar at­huga­semd­ir gerðar við það sem hann hef­ur verið að gera. Þetta var mjög góður fund­ur,“ seg­ir Ólaf­ur Guðlaugs­son, formaður sótt­varn­aráðs.

Ræddu um skóla­mál

Farið var yfir nokk­ur mál með sótt­varna­lækni á fund­in­um. Meðal ann­ars var rætt um skóla­hald en Vil­hjálm­ur Ara­son heim­il­is­lækn­ir, sem sit­ur í ráðinu, hafði velt fyr­ir sér hvort halda skuli skól­um og leik­skól­um opn­um á meðan far­ald­ur­inn geng­ur yfir. „Vil­hjálm­ur gerði ekki at­huga­semd­ir við þá upp­setn­ingu sem sótt­varna­lækn­ir hef­ur haft. Hann vildi ein­fald­lega ræða það,“ út­skýr­ir Ólaf­ur.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason á blaðamannafundi.
Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son á blaðamanna­fundi. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

Funda fljót­lega aft­ur

Eft­ir páska verður skoðað hvernig staðan verður vegna kór­ónu­veirunn­ar og þá verður ákveðið hvenær ráðið hitt­ist næst. „Það verður fljót­lega aft­ur, það er margt í gangi,“ seg­ir hann.

Ráðið hef­ur starfað frá ár­inu 1997 og hingað til hef­ur ekki verið tal­in þörf á því að birta fund­ar­gerðina op­in­ber­lega. Aðspurður seg­ir Ólaf­ur að það komi vel til greina í ljósi aðstæðna en ráðherra og sótt­varna­lækn­ir þurfi að ákveða það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert