Fjöldi staðfestra smita af völdum kórónuveirunnar hérlendis er nú 1.486 samkvæmt nýjustu tölum á covid.is. Greindum smitum fjölgaði um 69 í gær en tölurnar sýna fjölda smita eftir gærdaginn.
Niðurstöðurnar eru í 1.445 sýnatökum en 59 smit greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 10 hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Tekin hafa verið samtals 25.394 sýni. 1.054 er í einangrun, 38 eru á sjúkrahúsi og 12 á gjörgæslu. 428 er batnað, að því er kemur fram á covid.is.
Alls eru 5.511 í sóttkví og 11.657 hafa lokið sóttkví.