Einn látinn í Bolungarvík

mbl.is/Sverrir

Íbúi á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík lést í gær úr COVID-19. Frá þessu er greint á Face­book-síðu Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­fjarða.

Þar seg­ir að tveir séu sýkt­ir af COVID-19 og þrír heim­il­is­menn séu í ein­angr­un og bíði niður­stöðu sýna­töku.

Fimm íbú­ar eru í sótt­kví án ein­kenna. Meiri­hluti fastra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­inu er í ein­angr­un, þar af fimm með staðfest smit. Aðrir fast­ir starfs­menn utan þriggja eru í sótt­kví og er heim­il­inu því sinnt nær ein­göngu af fólki úr bakv­arðasveit eða öðrum deild­um stofn­un­ar­inn­ar.

Liðsauki hef­ur þegar borist úr bakv­arðasveit og von er á fleir­um með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar seinna í dag ef veður leyf­ir.

„Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða vott­ar aðstand­end­um samúð. Starf­mönn­um og heim­il­is­fólki ósk­um við skjóts bata og sam­fé­lag­inu þökk­um við aðstoð og vel­vilja. Einnig þökk­um við fólki sem boðist hef­ur til að starfa á stofn­un­inni sem hluti af bakv­arðasveit.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert