Í varðhald til 17. apríl vegna andlátsins

Maðurinn var handtekinn á vettvangi.
Maðurinn var handtekinn á vettvangi. mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í kvöld karlmann um þrítugt til að sæta gæsluvarðhaldi í ellefu daga, eða til 17. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Varðhaldið er að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar á andláti konu um sextugt sem fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt.

Maðurinn var handtekinn á vettvangi eins og fram hefur komið. Karlmaður á sextugsaldri, sem var einnig handtekinn á vettvangi, er laus úr haldi lögreglu.

Lögregla segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert