Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, áttu fjarfund í dag þar sem þær ræddu fyrst og fremst um heimsfaraldur COVID-19 og efnahagsleg áhrif hans.
Þær fóru yfir efnahagsaðgerðir Evrópusambandsins og árangur þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til. Forsætisráðherra fór yfir stöðu faraldursins á Íslandi, fjölda greininga og smita og helstu áskoranir, að því er ráðuneytið greinir frá.
Þá ræddu þær stöðu loftslagsmála, sameiginleg markmið um samdrátt gróðurhúsalofttegunda og mögulegt samstarf um tæknilausnir til að ná kolefnishlutleysi. Þær ræddu aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um fjórðu iðnbyltinguna og stöðu kynjajafnréttismála, sérstaklega kynbundið ofbeldi. Að lokum fór forsætisráðherra yfir EES-tengd málefni og mikilvægi náins áframhaldandi samstarfs innan EES-svæðisins.