Malaríulyfið komið til landsins

Höfuðstöðvar Alvogen við Sæmundargötu.
Höfuðstöðvar Alvogen við Sæmundargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Malaríu­lyfið Chloroquine, sem lyfja­fyr­ir­tækið Al­vo­gen keypti á Indlandi handa ís­lensku þjóðinni til meðferðar við kór­ónu­veirunni, kom til landsins klukkan eitt í dag og er komið í vöruhús.

„Það er búið að taka svolítinn tíma að koma þessu út úr Indlandi og heim en það tókst loksins,“ segir Guðrún Ýr Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri yfir sölu Al­vo­gen á Íslandi. Um tvær vik­ur tók fyr­ir Al­vo­gen að tryggja sér lyfið. 

Aðspurð segir Guðrún að það sé Landspítalans að ákveða hvenær hann taki lyfjabirgðirnar í notkun en um er að ræða 50 þúsund pakka af lyf­inu sem duga til meðhöndl­un­ar á 25 þúsund sjúk­ling­um. Þangað til sá tími kemur er lyfið geymt í vöruhúsi. 

Enn spennt fyrir rannsóknum

Nú þegar er blanda malaríu­lyfs­ins Chloroquine (Hydrochloroquine) og sýkla­lyfs­ins Azit­hromyc­in (Zit­hrom­ax) notuð hérlendis til þess að takast á við COVID-19 en rann­sókn­in sýn­ir að blanda malaríu­lyfs­ins Chloroquine (Hydrochloroquine) og sýkla­lyfs­ins Azit­hromyc­in (Zit­hrom­ax) hafi góða virkni gegn COVID-19-sjúk­dómn­um.

Í mars greindi mbl.is frá því að Al­vo­gen hef­ði sótt um leyfi til að fram­kvæma stór­ar klín­ísk­ar rann­sókn­ir á þeirri lyfja­blöndu sem og öðrum lyfja­blönd­um. Þær rann­sókn­ir yrðu gerðar á 200 ein­stak­ling­um. Spurð hvort enn standi til að framkvæma slíka rannsókn segir Guðrún:

„Við erum bara enn að skoða hvaða möguleikar eru í því en við erum spennt fyrir því.“

Þau lyf sem eru tal­in lík­leg­ust til að skila ár­angri í bar­átt­unni við veiruna eru Chloroquine og Hydroxychloroquine, eyðni­lyfið Kal­etra og svo Remdesev­ir sem var þróað af Gi­lead Science gegn ebóluveirunni. Ind­land er stærsti fram­leiðandi Hydroxychloroquine og hafa indversk stjórnvöld bannað út­flutn­ing á lyf­inu svo þeir geti notað það fyr­ir sína eig­in þjóð. Al­vo­gen óttaðist að bann yrði einnig sett á út­flutn­ing á Chloroquine og því yrði næsta ómögu­legt að nálg­ast lyfið.

Í síðustu viku greindi mbl.is frá því að notkun lyfsins hefði verið hætt á sjúkrahúsinu í Gautaborg eftir að í ljós komu alvarlegar aukaverkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert