Opnaði þrjár fjöldahjálparstöðvar um helgina

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ófeigur

Rauði krossinn opnaði þrjár fjöldahjálparstöðvar um helgina og er ein þeirra enn opin. Seinni partinn í gær var fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi opnuð þar sem 10 manns og einn hundur biðu af sér veðrið.

Á Laugarvatni var í tvígang opnuð fjöldahjálparstöð. Fyrst um kl. 20 á laugardagskvöld en þolendur þar voru fluttir á gistiheimili. Þá var aftur opnuð fjöldahjálparstöð um kl. fimm aðfaranótt sunnudags á Laugarvatni og hafa þrír einstaklingar þurft að gista þar í tvær nætur en sá fjórði bættist við um hádegi í gær. Fólkið verður flutt í bíla sína þegar færð leyfir, að því er segir í tilkynningu. 

Sérstaklega var gætt að smitvörnum í öllum tilvikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert