Andlát: Kjartan L. Pálsson

Kjartan Lárus Pálsson.
Kjartan Lárus Pálsson.

Kjart­an Lár­us Páls­son, far­ar­stjóri og blaðamaður lést á Land­spít­al­an­um síðastliðinn föstu­dag, 3. apríl, átt­ræður að aldri.

Kjart­an fædd­ist í Kefla­vík 6. októ­ber 1939, son­ur þeirra Páls Ebenesers Sig­urðsson­ar og Ingi­bjarg­ar Berg­mann Ey­vinds­dótt­ur. Var elst­ur þriggja systkina, sem bæði lifa bróður sinn. Eft­ir að námi við Mela­skól­ann í Reykja­vík lauk réð Kjart­an sig á tog­ara. Sex­tán ára munstraði hann sig á norskt far­skip og sigldi til Evr­ópu­hafna, Asíu og suður fyr­ir Afr­íku. Tví­tug­ur hætti hann svo til sjós, kom í land og stofnaði fjöl­skyldu. Gerðist þá stræt­is­vagna- og leigu­bíl­stjóri en mál þróuðust þannig að hann hellti sér út í blaðamennsku. Kom þar til að Kjart­an var mik­ill áhugamaður um íþrótt­ir og snemma á sjö­unda ára­tugn­um hóf hann að skrifa íþróttaf­rétt­ir fyr­ir Vísi und­ir skamm­stöf­un­um -klp-. Kjart­an starfaði sem blaðamaður í um 25 ár og skrifaði á löng­um ferli sín­um ým­ist íþróttaf­rétt­ir og al­menn­ar frétt­ir fyr­ir Vísi, Tím­ann og DV.

Kjart­an var flakk­ari í eðli sínu og svo at­vikaðist að hann gerðist far­ar­stjóri, fyrst sam­hliða blaðamanns­starf­inu en síðan tók far­ar­stjórn annað yfir. Kjart­an vann fyrst hjá Sam­vinnu­ferðum-Land­sýn og síðar hjá Úrvali-Útsýn. Hann starfaði við far­ar­stjórn til að mynda á Spáni, á Írlandi, Hollandi og Taílandi.

Kjart­an fékk golf­bakt­erí­una þegar hann tók fyrst þátt í fir­ma­móti blaðamanna árið 1969 og stundaði þá íþrótt af kappi eft­ir það. Hann var liðsstjóri ung­linga­landsliðs karla í golfi árið 1973 og á ár­un­um 1979-1986 var hann ein­vald­ur og liðstjóri karla­landsliðsins í golfi. Hann átti um tíma Íslands­met yfir fjölda af hol­um í höggi og átti því sæti í frægðar­höll Ein­herja­klúbbs­ins, hvar hann gegndi for­mennsku um ára­bil. Þá var Kjart­an gjarn­an far­ar­stjóri í golf­ferðum Íslend­inga er­lend­is.

Kjart­an læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Jón­ínu S. Kristó­fers­dótt­ur. Börn þeirra eru Dag­björt L. Kjart­ans­dótt­ir Berg­mann og Jón Berg­mann Kjart­ans­son, sem tók sér lista­manns­nafnið Ransu. Barna­börn­in eru fimm og barna­barna­börn­in þrjú.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka