Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins á upplýsingafundi

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í …
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Ljósmynd/Lögreglan

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, verður gestur á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag.

Um það hefur verið fjallað í fjölmiðlum og víðar að við aðstæður sem þessar aukist hætta á heimilisofbeldi talsvert. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í Morgunþætti Rásar 1 og 2 í morgun að tilkynningum um heimilisofbeldi hefði fjölgað aðeins.

Tvær konur hafa fundist látnar á heimilum sínum á síðastliðinni viku þar sem grunur er um að andlát þeirra hafi borið að með saknæmum hætti og karlmenn eru í haldi lögreglu. Sigríður Björk sagði allt benda til þess að þær hefðu verið fórnarlömb heimilisofbeldis.

Almennt hafi fjölda tilkynninga vegna heimilisofbeldis þó ekki fjölgað mikið, en hún hvetur fólk til að vera á varðbergi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert