Gæslan undir auknu álagi

Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í stríðinu gegn kórónuveirunni.
Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í stríðinu gegn kórónuveirunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Menn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og gæta fyllstu varúðar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Vísar hann þar til aukins álags á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar síðustu daga, en fjölmargar tilkynningar hafa borist um hugsanleg kórónuveirusmit um borð í skipum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásgeir eðlilegar ástæður þar að baki enda vilji sjófarendur gæta ýtrustu varúðar. „Menn vilja vera öruggir sem hefur þýtt að við höfum fengið töluvert af tilkynningum. Þannig hefur fjöldi tilkynninga komið í kjölfar þess að grunur hefur vaknað um mögulegt smit,“ segir Ásgeir.

Sökum þessa hafa varðstjórar fyrrnefndrar stjórnstöðvar staðið frammi fyrir fjölda áskorana, sem jafnframt krefst aukins samstarfs fjölmargra aðila. Að sögn Ásgeirs fer af stað ferli um leið og grunur um smit kemur upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert