Endurheimt votlendis meiri en nýrækt

Framræst. Með því að fylla aftur upp í skurði sem …
Framræst. Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir voru til að þurrka upp mýrar má endurheimta votlendi. mbl.is/RAX

Landgræðslan og Votlendissjóðurinn endurheimtu rúmlega 150 hektara votlendis á síðasta ári. Er það í fyrsta sinn sem endurheimt er meiri en það land sem ræst er fram.

Við rannsóknir Landgræðslunnar kemur skýrt í ljós hversu mikill breytileiki er í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi eða allt frá sáralitlu og upp í 180 tonn af hektara. Meðaltalið er nálægt alþjóðlegum viðmiðum.

Árni Bragason landgræðslustjóri segir að svo virðist sem skilningur landeigenda á því að rétt sé að ráðast í endurheimt votlendis sé að gera verkefnið tortryggilegt en það sé að breytast. Eitt af vandamálunum er hversu breytileg losun lands er. Landgræðslan hefur unnið að mælingum á nokkrum svæðum síðastliðin tvö ár, bæði sumar og vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert