Óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Frá Sandgerði.
Frá Sandgerði. www.mats.is

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á sextugsaldri sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 2. apríl vegna andláts konu í heimahúsi í umdæminu.

Stöðugt er unnið að rannsókn málsins, en grunur leikur á um að andlátið hafi borið að með óeðlilegum hætti, að því er segir í tilkynningu. 

Maðurinn er sambýlismaður konunnar en var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að tilkynnt var um andlátið, þegar niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir, en þar kom fram að sterk­ur grun­ur léki á að and­látið hefði borið að með sak­næm­um hætti. 

Þetta er annað tveggja andláta sem lögreglan hefur til rannsóknar þar sem grunur er um heimilisofbeldi. Karlmaður á þrítugsaldri var á mánudagskvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. apríl vegna rannsóknar á andláti konu á sextugsaldri í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. 

„Það er al­veg ljóst að þegar and­lát ber að með grun­sam­leg­um hætti inni á heim­ili og grun­ur leik­ur á um að of­beldi hafi verið beitt, þá er það ekk­ert annað en heim­il­isof­beldi,“ sagði Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í samtali við mbl.is í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert