„Þetta er bara orðinn Dallas"

Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, hrósaði Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á blaðamannfundi almannavarna. „Fólkið mitt fyrir aftan mig hlustar á ykkur alla daga. Þetta er bara orðinn Dallas, aðalþátturinn,“ sagði Þórunn og brosti.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller og Þórólfur Guðnason.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller og Þórólfur Guðnason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einmanaleikinn djúpstæður og hættulegur 

Tæplega fimm þúsund eldri borgarar eru á Íslandi. Margir átta sig ekki á því hversu hópurinn er gríðarlega stór, sagði hún og bætti við að eldri borgarar fyndu mest fyrir einmanaleika í ástandinu sem er uppi. „Hann er að verða dálítið djúpstæður, hættulegur og það kallar á aðgerðir.“

Hún segist sjálf vera orðinn símavinur í gegnum kerfi hjá Reykjavíkurborg sem hringir í fólk sem er 85 ára og eldra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert