Verksamningur um annan áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss var undirritaður milli Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka í gær. Samningurinn hljóðar upp á 5.069 milljónir króna. Framkvæmdir eiga að hefjast nú í vor og ljúka haustið 2023.
Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, skrifuðu undir samninginn og gættu eins og sjá má að viðteknum viðmiðum og reglum til að hefta útbreiðslu faraldurs kórónuveirunnar.
Veiran hefur aukið álag á sjúkraflutningamenn og hafa miklar varúðarráðstafanir verið gerðar hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Einnig hefur rýmingaráætlun fyrir Grindavík verið uppfærð með tilliti til varúðarráðstafana, að því er fram kemur í umfjöllun um áhrif kórónuveirunnar í Morgunblaðinu í dag.