Samtök atvinnulífsins (SA) og önnur félagasamtök í Húsi atvinnulífsins sendu í gær tillögur til stjórnvalda er varða næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.
Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Verður pakkinn kynntur eftir páska.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru tillögur SA að mörgu leyti svipaðar og farnar hafa verið t.d. í Sviss og á Norðurlöndunum. Rætt er við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs SA, um stöðuna í efnahagslífinu í blaðinu í dag.