Rýmingaráætlun uppfærð

Eldvörp á Reykjanesi.
Eldvörp á Reykjanesi.

Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið uppfærð með tilliti til varúðarráðstafana vegna kórónuveirufaraldursins. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að skipulaginu hefði verið breytt nýlega.

„Það er gert ráð fyrir því í skipulaginu í dag að fólk geti verið í sóttkví eða einangrun,“ sagði Rögnvaldur. Ef kæmi til rýmingar yrði þeim sem væru í einangrun haldið sér og eins þeim sem væru í sóttkví.

Þannig ættu þessir hópar ekki að vera innan um fólk sem hvorki væri í sóttkví né einangrun. Þessi aðgreining á að gilda alveg frá því að fólk fer að heiman og alla leið á áfangastað þar sem þessum hópum verður haldið aðskildum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert