Virðist áfram vera á niðurleið

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kórónuveirufaraldurinn virðist áfram vera á niðurleið. Hann gengur hægt niður og gengur hægar niður en hann breiðist út. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á daglegum stöðufundi vegna kórónuveirunnar í dag.

Af því sögðu telur hann mikilvægt að halda áfram á sömu braut og beita þeim aðgerðum sem gert er núna. Til þess að koma í veg fyrir að hópsýkingar komi upp í samfélaginu. Þetta sýnir þróunin á veirunni og sjúkdómnum í Suður-Kóreu. 

Áfram er unnið að útfærslu á því til hvaða aðgerða verði gripið eftir 4. maí. Samkomubanninu þá verður aflétt. Hvernig það verður gert er enn í mótun og skýrist þegar nær dregur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert