Lögreglan á Vestfjörðum hefur sleppt konu, sem grunuð er um að hafa framvísað fölskum gögnum er varða starfsréttindi sem heilbrigðisstarfsmaður og að hafa misfarið með lyf, úr haldi. Yfirheyrsla hefur farið fram og í tilkynningu segir að ekki sé fyrir hendi ástæða til að halda starfsmanninum lengur.
Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum barst lögreglunni fyrir hádegi í dag kæra frá forstöðumanni Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða gagnvart einum bakvarða heilbrigðisþjónustu sem svaraði hjálparbeiðni heilbrigðisstofnunarinnar vegna veirusýkingar og manneklu á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík, en bakverðirnir voru fluttir frá Reykjavík til Ísafjarðar 6. apríl síðastliðinn.
Í kærunni var starfsmaðurinn borinn þeim sökum að hafa lagt fram fölsuð gögn er varða starfsréttindi sem heilbrigðisstarfsmaður. Á þeim forsendum hafði starfsmanninum verið falin ábyrgð á dvalarheimilinu Bergi. Þá lék grunur á um að starfsmaðurinn hefði misfarið með lyf á dvalarheimilinu, þ.e.a.s. tekið lyf ófrjálsri hendi.
Fréttatilkynning. Kl.11:12 í morgun (10.04.2020) barst lögreglunni á Vestfjörðum kæra fá forstöðumanni...
Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Friday, April 10, 2020