Hugurinn hjá aðstandendum þess látna

Páll Matthíasson.
Páll Matthíasson. Ljósmynd/Lögreglan

„Hugur okkar er hjá aðstandendum þess látna,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á blaðamannfundi og átti þar við sjúklinginn sem lést á spítalanum á síðasta sólarhring.

Alma D. Möller landlæknir sendi aðstandendum hins látna einnig samúðarkveðjur.

Ellefu eru á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni, níu á Landspítala og tveir á Akureyri. Sex eru í öndunarvél á Landspítala en enginn á Akureyri. Alls hafa 16 sjúklingar þurft á öndunarvél að halda.

Alma sagði að skugga hefði borið á vegna konu sem hafði starfað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sem var handtekin í morgun.

Í framhaldinu las Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn upp yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum vegna málsins. 

Hlífðarfatnaðurinn sem var fluttur hingað til lands frá Kína stóðst gæðakröfur spítalans nema grímurnar, að sögn Páls. 

Hvað smitrakningarappið varðar þá er það komið inn í 127 þúsund símtæki, að sögn Ölmu. 

Ljósmynd/Lögreglan

Alma sagði að sennilega værum við búin að ná toppi varðandi útbreiðslu veirunnar hérlendis. Næstu dagar munu skera úr um framhaldið og mikilvægt er að vera vakandi fyrir staðbundnum sýkingum.

Talið er að faraldurinn gangi ekki jafn hratt niður og hann fór upp og er þar horft til reynslunnar frá Singapúr.

Vinna er í gangi um hvernig aðgerðum verður aflétt eftir 4. maí. Það verður gert í skrefum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka