Leit að Söndru Líf frestað til morguns

Leit að Söndru Líf hefur verið frestað til morguns.
Leit að Söndru Líf hefur verið frestað til morguns. Ljósmynd/Lögreglan

„Leit var frestað um klukk­an hálf­fimm í dag. Það er búið að leita frá því klukk­an þrjú í nótt án ár­ang­urs þannig að nú er verið að taka stöðuna varðandi næstu skref og elta þær vís­bend­ing­ar sem hafa komið fram síðan lýst var eft­ir henni í morg­un,“ seg­ir Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Rann­sókn fer fram sam­hliða leit

Leit að Söndru Líf Þór­ar­ins­dótt­ur Long hef­ur verið frestað til morg­undags­ins nema nýj­ar vís­bend­ing­ar ber­ist lög­reglu í kvöld sem þarf að skoða. Sam­hliða leit lög­reglu og björg­un­ar­sveita fer fram rann­sókn á þeim vís­bend­ing­um sem þegar hafa komið fram.

Lög­regl­an lýsti eft­ir Söndru Líf í morg­un en síðast er vitað um ferðir henn­ar á fimmtu­dag. Hún er 27 ára göm­ul og til heim­il­is í Hafnar­f­irði.

Hátt í 200 manns hafa tekið þátt í leit­inni síðan hún hófst um klukk­an þrjú í nótt að sögn Davíð Más Bjarna­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Bíll Söndru fannst á Álfta­nesi í Garðabæ og hef­ur leit að henni beinst að því svæði.

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar tóku þátt í leit­inni ásamt séraðgerðasveit gæsl­unn­ar á varðbátn­um Óðni. Þá var leitað með flug­vél, sæþotum og drón­um inn á milli þess sem þyrlurn­ar voru á lofti. Davíð Már seg­ir að aðstæður í dag hafi verið góðar veðurfars­lega séð og þungi í leit­inni mik­ill. Nú sé þó búið að flæða svo­lítið að og aðstæður til leit­ar ekki eins góðar. 

Mikill þungi var í leitinni í dag og voru flestar …
Mik­ill þungi var í leit­inni í dag og voru flest­ar björg­un­ar­sveit­ir á höfuðborg­ar­svæðinu kallaðar út. Mynd/​mbl.is

Mynd­skeið sýn­ir hvernig Sandra Líf var klædd

Sandra er grann­vax­in, um 172 cm á hæð og með mjög sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svart­ar bux­ur, svart­an leður­jakka og hvíta striga­skó. Sandra var með háls­klút (karríg­ul­ur og bletta­tíg­urs­munstraður) og með svart­an og grá­an klút/​​hár­band í hár­inu. Hún hef­ur til umráða ljós­grá­an Ford Focus, skrán­ing­ar­núm­er UH828.

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður­kom­in, eru vin­sam­leg­ast beðnir að hafa taf­ar­laust sam­band við lög­regl­una í síma 112.

Frænka Söndru Líf­ar, Olga María Þór­halls­dótt­ir Long, birti face­book­færslu fyrr í dag þar sem má sjá mynd af Söndru Líf og mynd­skeið þar sem sést í hvernig föt­um hún var þegar hún fór að heim­an.

Bíll Söndru fannst á Álftanesi í Garðabæ og hefur leitin …
Bíll Söndru fannst á Álfta­nesi í Garðabæ og hef­ur leit­in beinst að því svæði. Mynd/​mbl.is

Frétt­in var upp­færð klukk­an 18:37.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert