Lögreglan lýsir eftir Söndru Líf

Sandra Líf Þórarinsdóttir.
Sandra Líf Þórarinsdóttir. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára, til heimilis í Hafnarfirði, en síðast er vitað um ferðir hennar á skírdag (fimmtudag).

Sandra er grannvaxin, um 172 cm á hæð og með mjög sítt, rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Sandra var með hálsklút (karrígulur og blettatígursmunstur) og með svartan og gráan klút/hárband í hárinu. Hún hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, skráningarnúmer UH828.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert