Um 100 manns leitað Söndru

Sandra Líf Þórarinsdóttir.
Sandra Líf Þórarinsdóttir. Ljósmynd/Lögreglan

Alls hafa um 100 manns tekið þátt í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun. Leit björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar hefur staðið yfir frá því í nótt. 

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru fyrstu björgunarsveitir kallaðar út á þriðja tímanum í nótt. Bíll konunnar fannst á Álftanesi í Garðabæ og hefur leit að henni beinst að því svæði.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðgerðabáturinn Óðinn taka þátt í leitinni en auk þess eru drónar notaðir.

Frá leit á Álftanesi í morgun. Alls hafa um 100 …
Frá leit á Álftanesi í morgun. Alls hafa um 100 manns tekið þátt í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert