Leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Hópar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslunni, björgunarsveitum og Ríkislögreglustjóra taka þátt í leitinni.
Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns eru þyrlur, bátar, gönguhópar og skip við leitina í dag. „Þannig að þetta er stór og mikil leit í dag,“ segir hann.
Lögregla lýsti eftir Söndru Líf í gærmorgun en síðast er vitað um ferðir hennar á fimmtudag. Hún er 27 ára gömul og til heimilis í Hafnarfirði.