Eldur á Hverfisgötu

Slökkviliðsmenn að störfum á Hverfisgötunni.
Slökkviliðsmenn að störfum á Hverfisgötunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í húsnæði á Hverfisgötu 106.

Varðstjóri gat ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu.

Uppfært kl. 20.20:

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er verið að vinna á fullu í að ráða niðurlögum eldsins.

Ekki er talið að fólk hafi verið inni í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði.

Uppfært kl. 20:58:

Vinna stendur enn yfir á vettvangi en samkvæmt varðstjóra hjá slökkviliðinu þurfti að opna þak vegna þess að eldur komst þar inn á milli. Einhver vinna er eftir við að slökkva síðustu glæðurnar.

Frá Hverfisgötunni.
Frá Hverfisgötunni. Ljósmynd/Davíð Snær Jónsson
Mynd/Davíð Snær Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert